Hormónalyf í 10 ár, á eg að taka hlé?

Spurning:
Ég hef tekið hormónalyf v. breytingaskeiðs í 10 ár.Ég hef ekki reynt að taka hlé lengi, en finnst síðustu fréttir af þessum lyfjum frekar hrollvekjandi. Ef ég hætti/tek hlé núna, er ráðlegt að taka veikari gerð af sama lyfi fyrst, eða bara að hætta?

Svar:
Þessu getur etv enginn svarað nema þú sjálf og sá sem setti þig á þetta hormón, nema vera skyldi landlæknir sem hefur ráðlagt að láta konur hætta á hormónameðferðum. Því ættir þú að fá þér tíma hjá þínum lækni og ræða þetta við hann.

Bestu kveðjur Arnar Hauksson dr med.