Húðflúr eftir aðgerð

Góðan daginn,
Ég fór í aðgerð á hné fyrir fimm vikum þar sem það þurfti að sauma saman patella sin sem hafði slitnað, það var gert með því að bora þrjú göt í gegnum hnéskelina og binda þannig sinina saman í gegnum það.
Í næstu viku á ég tíma í húðflúr. Flúrið verður gert ofarlega á höndinni (nálægt öxlinni).
Er ekki í lagi að fá sér húðflúr á höndinni, sex vikum eftir aðgerð á hné? Er hættur á öllum lyfjum í kjölfar aðgerðarinnar, hætti á þeim fyrir mánuði síðan.

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Ég myndi nú halda að það væri allt í lagi að halda þessum tíma sem þú átt í húðflúr. Ágætt væri samt að þú myndir panta þér símatíma hjá lækninum sem gerði aðgerðina og spurja hann, til þess að vera alveg viss.

Gangi þér vel,

Særún Baldursdóttir, hjúkrunarfræðingur