Hvað veldur?

Langvarandi hella fyrir eyrum ( 2 vikur), co þrálátur hausverkur

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Hella fyrir eyrum getur tengst sýkingu í eyra eða jafnvel bara of miklum eyrnamerg. Fylgi þessu þrálátur höfuðverkur getur líka verið að um sé að ræða sýkingu í ennis og kinnholum sem getur framkallað þessi einkenni. Ég ráðlegg þér að fara til heimilislæknis eða háls- nef- og eyrnasérfræðings og fá skoðun.

Gangi þér/ykkur vel.

með kveðju,

Thelma Kristjánsdóttir

Hjúkrunarfræðingur.