Hvernig er hægt að koma í veg fyrir þetta?
Sæl/ll og takk fyrir fyrispurnina.
Flögnun á húð er algengt og hvimleitt vandamál sem getur verið erfitt að uppræta. Ástæðan getur verið veðurfar, exemsjúkdómur, vírus og sveppamyndun svo eitthvað sé nefnt. Ég ráðlegg þér að byrja á því að fara til læknis til að útiloka sveppa og/eða vírussýkingu og fá aðstoð hjá lækni í kjölfarið.
með kveðju,
Lára Kristín Jónsdóttir
Hjúkrunarfræðingur.