Spurning:
Hæ
var að skoða síðuna ykkar og leita mér upplýsinga um beinhimnubólgu og ástæður hennar. Velti fyrir mér hvort betra sé að bíða þangað til verkirnir líði hjá áður en ég held áfram að skokka eða hvort maður eigi bara að halda planinu?
kv.
ein sem var að byrja skokkið í gær…
Svar:
Beinhimnubólga er eitt algengasta vandamál þeirra sem eru að byrja þjálfun eftir hvíld. Það sem er mikilvægast til að vandamálið lagist er hvíld í 2 – 4 vikur svo vöðvarnir nái að jafna sig. Gott er að setja ísbakstra á verkjasvæðið í 20 mínútur í senn tvisvar á dag og ef þú þolir að taka bólgueyðandi lyf sem kaupa má án lyfseðils í apótekum. Einnig bendi ég þér á að skoða síðuna okkar um beinhimnubólgu þér til frekari fróðleiks.
Gangi þér vel,
Kveðjur,
Sólveig Magnúsdóttir, læknir