Spurning:
Sæll.
Hvað er þykknun í legi? Ég er 48 ára gömul og fór í útskröpun fyrir 18 mánuðum síðan og er að fara aftur vegna þessa.
Með fyrirfram þökk.
Svar:
Sæl.
Þykknun í legi er oftast nær vöðvahnútamyndun, sem er stækkun á legvegg, þykknun sem getur breytst yfir í sveip af legvöðvafrumum sem vaxa sjálfstætt og mynda misstóra hnúta. Oftast þarf ekkert að gera við þessu. Læknir sá sem skóf þig út hefði fyrir löngu átt að vera búinn að segja þér hvað þetta væri því hann hefur nákvæmar upplýsingar. Það er mjög sjaldgæft að þurfa að fara tvisvar í útskaf á stuttum tíma því oftast er hægt að leysa slík mál með lyfjagjöf og eða fullnaðaraðgerð.
Kveðja og gangi þér vel.
Arnar Hauksson dr. med.