Hvað get ég gert annað en að taka hormónatöflur?

Spurning:
Ég fór í legnámsaðgerð á þessu ári og það var allt tekið. Læknirinn minn sagði mér að ég skyldi taka hormónatöflur það sem
eftir væri. Ég hef velt því fyrir mér hvort þess sé þörf, eða hvort ég megi hætta að taka þær. Hvað get ég gert annað en að taka hormónatöflur?

Svar:
Sá sem gerði að gerðina ætti að vita hvað hann segir.

Það vantar hins vegar allar forsendur til þess að svara spurningu þinn, bæði aldur fyrri sjúkrasaga osfrv sem ekki er hægt að gefa í opnum netpósti. Hins vegar er grunn-svarið það að auðvitað er ekki þörf að taka hormón þó svo leg sé fjarlægt nema einhverjar sérstakar ástæður liggi að baki sem ekki kemur fram í spurningu þinni.

með kveðju
Arnar Hauksson dr med.