Hve langan tíma tekur að blóð inndæling sýni niðurstöðu ?

Komið sæl

Ég hef verið með of lítið blóð fékk dælt í mig blóði 27 mai 2021 lét taka blóðprufu 31 mai 2021 en blóðmagnið var við það sama og áður. Hversu langur tími á að líða frá blóðinndælingu þar til að rétt niðurstaða komi í ljós?
Fór ég of fljótt í blóðprufu eftir inndælingu?

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

Að vera með of lítið blóð er töluvert flóknara en það hljómar og um leið hversu fljótt líkaminn svarar blóðgjöf. Algengasta ástæða þess að teljast vera „blóðlítill“ er sú að það er skortur á járni eða hemoglóbini. Það gerist gjarnan hjá konum á barnsburðaraldri og er meðferðin við því járngjöf í vökva eða töfluformi eða í æð. Þú getur lesið þér betur til um það HÉR. Það getur tekið töluverðann tíma að ná upp hemoglóbingildum. Ef  nauðsynlegt er að gefa blóð er líklega um flóknara vandamál að ræða. Blóðprufa í kjölfarið er ákvörðuð af lækninum sem sér um blóðgjöfina og hann metur árangurinn af blóðgjöfinni. Þú skalt þess vegna ræða þetta við þann aðila og fá frekari skýringar þar.

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur