Hve lengi á að æfa í byrjun?

Spurning:

Sæl Ágústa.

Ég er 160 á hæð og um 70 kíló. Ég er að byrja að æfa og keypti mér kort í sund og Nautilus í Kópavogi. Ég get aðeins æft 3-4 sinnum í viku. Hvað er æskilegt að ég eyði miklum tíma í tækjasalnum og hve miklum tíma í brennslu á dag ef ég ætla að losna við u.þ.b. 10 kíló á árinu?

Með fyrirfram þökk,

Svar:

Sæl

Ég myndi ráðleggja þér að skokka í 30-40 mín. og gera styrktaræfingar fyrir alla helstu vöðvahópa líkamans í 20-30 mín. og svo teygja vel á. Gott er að byrja rólega á skokkinu og auka smám saman hraðann og eftir nokkrar vikur að breyta stundum til og hlaupa hratt og ganga til skiptis í 1 mínútu í senn. Líkaminn aðlagast venjulega fljótt æfingaálagi svo gott er að breyta til reglulega.

Gangi þér vel,
Ágústa Johnson, líkamsræktarþjálfari.