Spurning:
Góðan daginn, ég er að reyna að létta mig og hreyfi mig um það bil fimm
sinnum í viku og borða engan óhollan mat. Hvað er eðlilegt að ég léttist
mikið á mánuði?
Með fyrirfram þökk.
Svar:
Sæl
Það er skynsamlegt að léttast ekki hraðar en 1/2 kg á viku svo að um raunverulegt fitutap sé að ræða og varanlegur árangur náist. Tíminn líður hratt og áður en þú veist af eru 3 mánuðir liðnir og þá gætirðu hafa misst 6 kg af fitu ef þú ferð rétt að. Haltu áfram að hreyfa þig rösklega 5x í viku og sneyddu hjá sælgæti og öðru fituríku og sætu. Þá ættirðu að sá árangur innan skamms.
Kveðja,
Ágústa Johnson