Hve mikið léttist maður ef kaloríufjölda er fækkað um …

Spurning:

Góðan daginn.

Ég hef eina fyrirspurn og hún er svona: Hvernig er hægt að finna út hve mikið hægt er að léttast yfir ákveðinn tíma ef maður minnkar kaloríufjölda úr t.d. 2.500 í 2.000 á dag, t.d. ef ég ætla að léttast um 5 kg með því að fara úr 2500 í 2000 kaloríur á dag.

Með fyrirfram þökkum.

Svar:

Komdu sæl.

Eitt kíló af fituvef jafngildir um 8000 hitaeiningum. Þetta merkir að ef maður brennir 2500 hitaeiningum og neytir 2000 hitaeininga að jafnaði ætti það að taka hann 16 daga að missa eitt fitukíló. Ef um fimm kíló er að ræða og við notumst við sama dæmi þá tekur það vikomandi um 80 daga, eða hátt í þrjá mánuði, að léttast um fimm fitukíló.

Með kveðju,
Ólafur G. Sæmundsson, næringarfræðingur.