Er alltaf með eins og ég kalla það blýþunga fætur getur það verið vegna blóðleysis.Var með innvortisblæðingar fyrir 2 mánuðum þá voru fæturnir svona.
Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina
Blóðleysi eða járnskortur köllum við það þegar það verður skortur á járnsameind í blóði. Þetta getur gerst vegna ýmissa sjúkdóma, lélegt mataræði eða miklar blæðingar eins og í þínu tilfelli.
Það getur tekið líkamann nokkra mánuði að bæta sér þetta tap upp. Járnið í blóðinu sér um að flytja súrefni til vefja líkamans. Einkennin sem þú lýsir geta vissulega stafað ef þessu en þú ættir að ræða við þinn lækni og athuga hvort ástæða sé til þess að mæla hjá þér blóðið og eða mögulega aðstoða líkamann við að leiðrétta þetta tap með mataræði eða lyfjagjöf.
Þú getur líka lesið þér til með því að smella HÉR
Gangi þér vel
Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur