Hvers vegna frumubreytingar?

Spurning:
Halló.
Mig langar að vita af hverju konur fá frumubreytingar? Ég er búin að spá mikið í þessu, margar af mínum vinkonum eru búnar að fá frumubreytingar og fara í aðgerð.

Kveðja

Svar:

Sæl.
Varðandi fyrirspurn þína um frumubreytingar, geng ég út frá að þú sért að velta fyrir þér hvað valdi frumubreytingum í leghálsi. Samkvæmt bæklingi Krabbameinsfélagsins um Leghálsskoðun, er algengustu orsakir frumubreytinga í leghálsi sýkingar af völdum veira sem smitast við samfarir. Mest er áhættan hjá stúlkum, sem byrja mjög ungar að lifa kynlífi, hafa marga rekkjunauta og/eða reykja. Aukin áhætta fylgir frjálsræði beggja kynja í kynlífi. Fleiri þættir virðast þó jafnframt geta haft áhrif svo sem aðrar sýkingar í kynfærum. Ég vona að þetta svari spurningu þinni ef ekki er þér velkomið að hafa samband  við  Krabbameinsráðgjöfina sími 8004040 kl. 15-17 virka daga, netfang 8004040@krabb.is  
Kveðja,
Dóra hjúkrunarfræðingur