Er meðstíflaðan kirtil er pencilini Er að heyra um þó nokkra sem eru með eða hafa haft þetta Hvers vegna ???
Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.
Í öllum munnvatnskirtlum eru göng sem flytja munnvatnið, þessi göng geta stíflast þegar litlir kristallar(oftast kalk agnir) í munnvatninu safnast saman og mynda stein sem svo stækkar og stíflar göngin. Bólga í munnvatnskirtlum myndast yfirleitt af veikindum eða sýkingum og getur kirtilinn orðið það skemmdur að það þurfi að fjarlægja hann eða skera hluta hans burt. Það er engin leið að koma alveg í veg fyrir sýkingar en góð munnumhirða og næg vökvainntaka dregur úr líkum. Læt fylgja með svar við svipaðri fyrirspurn og almennar upplýsingar um málið á ensku.
https://doktor.is/fyrirspurn/stiflur-i-munnvatnskirtli
https://www.healthline.com/health/salivary-gland-infections
Gangi þér/ykkur vel
með kveðju,
Thelma Kristjánsdóttir
Hjúkrunarfræðingur.