Ég vaknaði upp við þennan svakalega kláði í höndum, nuddaði og klóraði en það bara versnaði. Við nánari skoðun þá sá ég að á höndunum voru hvítir upphleyptir blettir, hryllilegur kláði blettirnir voru kaldir en samt var eins og það væri að kveikna í þessum blettum. Þegar ég krepti hnefana þá komu stingir í þessa hvítu bletti og þetta leiddi fram í fingurgóma. Það er ekkert nýtt í umhverfinu hjá mér eða nein ný fæða. Þetta hefur komið oft en aldrei svona mikill kláði eða vanlíðan í höndum og svo var líka eins og þeir væru stífari en venjulega.
Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina
Mögulega er um einhverskonar sveppasýkingu í húð að ræða en þetta er klárlega eitthvað sem heimilislæknir þyrfti að aðstoða þig með.
Ef blettirnir hverfa þegar líður á daginn getur verið að taka af þeim mynd til þess að auðvelda greininguna.
Gangi þér vel
Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur