Kaleorid

Hvaða lyf er það?

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina. 

Kaleorid inniheldur kalíum en kalíum er mikilvægt fyrir starfsemi frumna í líkamanum. Lyf sem innihalda kalíum eru notuð til þess að meðhöndla eða fyrirbyggja kalíumskort. Sum þvagræsandi hjartalyf eins og hýdróklórtíazíð og fúrósemíð, geta valdið auknum útskilnaði kalíums með þvagi og nauðsynlegt er að vega upp þennan missi. Það er gert með lyfjum sem innihalda kalíum.

Gangi þér vel,
Bylgja Dís Birkisdóttir, hjúkrunarfræðingur.