Fæ annað slæið mikin kláða klóra þangað til blæir kv
Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina.
Það er margt sem getur valdið kláða í húð s.s. þurrkur, ofnæmi eða önnur húðvandamál. Þar sem þú gefur ekki upp frekari enkenni er erfitt að segja hvað sé að í þínu tilfelli. Ég ráðlegg þér að leita til heimilislæknis til að fá úr um það skorið hvað er að hrjá þig, heimilislæknir getur svo skrifað út beiðni til húðsjúkdómalæknis ef ástæða er til. Það sem þú getur gert þangað til er að passa að drekka nóg af vatni yfir daginn og bera reglulega á þig gott rakakrem til að útiloka að um þurrk sé að ræða. Einnig gæti verið gott að prófa að skipta um þvottaefni og velja þá eins milt þvottaefni og þú getur. Einnig geta sumar sturtusápur valdið þurrki eða ertingu og þá er best að annahvort sleppa því að nota sápu eða nota aðeins mildar sápur eða olíu í sturtunni.
Gangi þér vel,
Oddný Þorsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur