Góðan daginn. Ég er 67 ára og mig klæjar mikið á bakinu. Það byrjaði bara fyrir 6 mánuðum og ég klóraði mig eins og ég gat en notaði líka gróf handklæði til að nudda á mér bakið þar sem ég náði ekki til með höndunum. Ég leitaði til heimilislæknis míns og hann gaf mér Loritin og Lococid smyrsl. Ég tók eina töflu daglega í nokkra mánuði og bar smyrslið á bakið á mér þegar ég fór í bað. Þetta virkaði vel saman. Nú er Loritinið búið en ég á smá eftir af smyrslinu. Ég er aftur byrjaður að finna fyrir kláðanum sem er aðallega á bakinu en líka aðeins á handleggjum. Hvað getur þetta verið ?
Sæl og takk fyrir fyrirspurnina
Kláði í húð getur átt sér ýmar orsakir til dæmis ofþornun eða ofnæmi. Þú skalt endilega hafa aftur samband við lækninn aftur og fá ráðgjöf og mat á því hvað geti mögulega valdið þessarri líðan og hvað sé þá helst til ráða.
Gangi þér vel
Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur