Kláði í lófum mikill og bolgin tunga.

Er með mikinn kláða mest í lófum og fingrum. Einnig bólgna tungu.

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Þú ert að lýsa einhvers konar óþoli eða ofnæmi.  Hafðu í huga hvort það er eitthvað nýtt í umhverfi þínu s.s. krem,þvottaefni eða fæða/fæðubótarefni sem getur valdið þessum einkennum.  Það er hægt að fá ofnæmistöflur án lyfseðils í apóteki.  Best er þá að fara til heimilislækni sem getur vísað þér áfram til ofnæmislæknis ef þarf sem getur gert próf til að finna hvað það er sem þú hefur ofnæmi fyrir.  Ef tunga bólgnar er ástæða til að taka einkennum alvarlega og leita strax á spítala.

Kveðja

Guðrún Ólafsdóttir,

hjúkrunarfræðingur