Kovid veiran

Ég er lungasjuklingur,með mjög mikla lungaþembu og ónæmiskerfi sem vantar undirflokka í ,er alltaf í lyfjagjöf.er mér óhætt að vera innan um fólk á hóteli í nokkra daga

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Þú þarft að gera það upp hjá sjálfum þér hversu varlega þú vilt fara. Það fer eftir því á hvaða hóteli þú dvelur og í hvaða landi það er. Einnig þarf að taka tillit til þess hversu mikið þú ert að fara að vera í sameiginlegum rýmum hótelsins. Ef þú ert að fara á mannamót eða labbar beint í gegnum sameiginleg rými og beint inná herbergi. Set hér inn slóð á heimasíðu Landlæknis þar sem þú getur séð hvaða lönd eru skilgreind svæði með smitáhættu. Mikilvægast er að passa vel uppá hreinlæti, þvo sér reglulega um hendur og nota spritt. Hér er líka önnur slóð inná heimasíðu Landlæknis með yfirlit yfir helstu upplýsingar sem þú getur kynnt þér.

Gangi þér vel,

Særún Baldursdóttir, hjúkrunarfræðingur