krepptar tær.

Góðan daginn er eitthvað hægt að gera við krepptum tám,sem eru farnar að há göngu.
Virðingarfyllst.

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina.

Það er ýmislegt hægt að gera þegar tær eru farnar að kreppast. Til að hamla á móti óþægindum á göngu er td hægt að nota sérstaka stuðningspúða undir tærnar.

Það bæði minnkar óþægindi og getur jafnframt leiðrétt kreppuna upp að vissu marki.

Nú veit ég ekki hversu slæmur þú ert, en ef tærnar eru mjög krepptar, eru bæklunarskurðlæknar að gera aðgerðir til að minnka óþægindi vegna þeirra.

Þú finnur ýmsar upplýsingar um þetta ef þú slærð inn „hamartær“ í vafra.

Gangi þér vel,

Svanbjörg Pálsdóttir

Hjúkrunarfræðingur