Sæl. Ég hef verið hjá sálfræðingi núna undanfarna mánuði og hún greinir mig með kulnun, skoraði 39 stig þar sem mælikvarðinn er 19. Hún vildi helst ég myndi fara í veikindaleyfi og á námskeið, burnout námskeið. Ég fór til heimilislæknis og hún vildi að ég færi á þunglyndislyf og prófaði svefnlyf. Ég er eitthvað svo efins með þetta. Er eitthvað sem ég get gert? Snúið mér annað?
Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.
Sameiginlegt einkenni þunglyndis og kulnunar er gleðileysi og því oft freistandi að meðhöndla þau einkenni fyrst með léttum þunglyndislyfjum. Ef þú ert ekki sátt við sýn þíns læknis á vandamálinu og þið getið ekki átt samtal um það er sennilega best að leita álits hjá öðrum lækni. Þú getur beðið um viðtal hjá öðrum lækni á þinni heilsugæslustöð eða leitað á aðra heilsugæslustöð. Heimilislæknir þarf alltaf að gefa út læknisvottorð vegna veikindaleyfis og því þarf að vinna þetta með honum.
Með kveðju
Guðrún Ólafsdóttir
Hjúkrunarfræðingur