Er kulnun í starfi skilgreint sem veikindi?
Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina
Þetta er spurning sem mikið er skrifað og rætt um. Um er að ræða alvarlegt heilsufarslegt ástand sem að miklu leyti er hægt að rekja til lífsstíls og nútíma samfélagsgerðar
Kulnun er flókið fyrirbæri sem að því að talið er stafar af ofálagi og ofkeyrslu sem leiðir til þess að lokum að einstaklingurinn verður ófær um að sinna verkefnum daglegs lífs, þar með talið vinnu ef ekkert er að gert.
Kulnun getur átt örsök bæði í vinnu og einkalífi og fæstir geta skilið alfarið á milli, þ.e. ástandið smitast yfir úr vinnu í einkalíf og öfugt.
Þessu ástandi fylgir eins og áður sagði óvinnufærni og ýmis heilsufarsvandamál geta skotið upp kollinum.
Það er til gríðarlega mikið efni um þetta og ég set tengla á 4 góðar greinar af doktor.is um þetta vandamál
Settu rafhlöðurnar í hleðslu áður en þær verða tómar
Stutta svarið er að kulnun flokkast sem veikindi í flestum eða öllum tilfellum en þar sem um ástand er að ræða sem við getum mögulega komið í veg fyrir að einhverju leyti er mikilvægt að þekkja einkennin og bregðast við í tíma.
Með kveðju
Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur