Hæhæ, ég var að pæla í sambandi við kynfæravörtur að ef þú færð þær geturu þá aldrei stundað kynlif án varna aftur eða þarftu bara að gera það þegar veiran er uppi?
Er nefnilega hrædd um að ég sé með því er með eitthvað upphleift pinkulitið í börmunum, fór samt til kvennsjukdómalæknis í síðustu viku og hann sagðist ekki sjá neitt sem bendir til þess að eg sé með kynfæravörtur, gæti þetta þá verið eitthvað annað?
Bestu kveðjur
Sæl og takk fyrir fyrirspurnina
Kynfæravörtur smitast með snertingu húðar eða slímhúðar við sýkta húð/slímhúð. Smokkur er ekki fullkomin vörn gegn vörtusmiti því að slímhúð/húð sem ekki er hulin geta sýkst við samfarir. Kynfæravörtur greinast í læknisskoðun. Ekki eru tekin sýni til greiningar svo ef læknirinn hefur ekki talið þetta vera HPV smit þá er þetta mögulega eitthvað annað og þá þarftu að fá skoðun á hvað sé á ferðinni.
Þú getur lesið þér betur til um þetta Hér
Gangi þér vel
Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur.