Langar að vita hvaða lyf þetta er?

Spurning:
Sonur minn fór í aðgerð við brjósklosi fyrir 3-4 árum, aðgerðin heppnaðist ekki nógu vel, en er í lagi ef hann er í sjúkraþjálfun.
Hann var staddur á Spáni um daginn og fékk þá slæmann hnikk á bakið og var mjög slæmur, í apoteki fékk hann lyf sem gagnaðist vel .Mig langar að vita hvaða lyf þetta er.
Því hann mátti bara taka 1 töflu 2x á dag, á pakkanum stendur piroxicam 20 mg.

Svar:
Piroxicam er lyf úr flokki sem oftast er kallaður bólgueyðandi gigtarlyf.
Þetta lyf hefur verið á markaði í all nokkur ár undir nafninu Felden. Það fæst sem 10 mg hylki og 20 mg töflur. Einng er til lyfið Felden gel, en það er til útvortis notkunar.

Venjulegur skammtur er 20 mg á dag. Lyfið til inntöku er lyfseðilskylt en gelið fæst án lyfseðils.

Með kveðju
Finnbogi Rútur Hálfdanarson, lyfjafræðingur