hVAÐ ER LECITIHN
Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina
Lecitihin, eða lesitín, er náttúrlegt efnasamband sem finnst í öllum lífverum. Það er fituefni sem myndast í lifrarfrumum og er styrkur þess efnis mestur í taugakerfi manna, ekki síst í vefjum heilans.
Það er einnig notað í matvælaiðnað sem þykkingarefni, ýruefni t.d. í rjómaís og smjörlíki. Efnið er einnig notað í sama tilgangi í lyfja- og snyrtivörur. Lesitín leysist upp að hluta í vatni.
Mikilvægt þó er að gera greinarmun á náttúrulegu lesitíni og unnu afurðinni lesitíni sem er yfirleitt framleidd úr sojabaunum eða eggjarauðu, og seld sem fæðubótarefni.
Gangi þér vel
Lára Kristín Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur