Lokkar í andliti og smithætta?

Góðan dag

Ég vinn á dvalarheimili aldraðra, og mig langaði að athuga hvort eitthvað væri vitað í sambandi við líkamsgöt (lokka í eyrum, nefi o.fl.) og hvort þau geti aukið smithættu fyrir fólki í kringum þann sem ber lokkana?

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina.

Allt skart og aukahlutir geta borið sýkla og er því mælst með því að fólk í umönnun beri sem minnst af slíku eða þá hugi mjög vel af hreinlæti. Vissulega fer það eftir stærð lokkanna, en yfirleitt er sett bann á t.d hangandi lokka í eyrum. En litlir nettir hringir eða perlur ættu að vera í lagi. Oft má finna reglur um notkun á skarti og aukahlutum á hverjum vinnustað fyrir sig.

með kveðju,

Lára Kristín Jónsdóttir

Hjúkrunarfræðingur.