Má sprauta skuggaefni í lyfjabrun?

Má sprauta skuggaefni í lyfjabrun ? og ef svo er í hvaða tilefni

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Í venjulegann lyfjabrunni er hægt að gefa lyf, vökva, næringu og blóðhluta. Einnig má nota hann til blóðsýnatöku þegar ekki er unnt að taka blóð með hefðbundinni aðferð. Það má sprauta skuggaefni í lyfjabrunn sem heitir Power port og eru þeir brunnir gerðir sérstaklega fyrir mikla og hraða innspýtingu. Power Ports eru stundum skilgreindir með stöfunum CT og er hægt að sjá stafina á brunninum á röntgenmynd. Þegar lyfjabrunnur er settur í, á sjúklingur að fá upplýsingar um það hvernig brunn hann er með frá sínum lækni. Læt fylgja með HÉR  frekari upplýsingar um lyfjabrunn.

Gangi þér/ykkur vel.

með kveðju,

Thelma Kristjánsdóttir

Hjúkrunarfræðingur.