Má taka Seroxat og Zyban samtímis?

Spurning:

Sæll Jón Pétur.

Mig langar að vita hvort það sé í lagi að taka Seroxat og Zyban samtímis?

Kveðja.

Svar:

Sæl.

Þessi lyf milliverka en ef þú verður ekki fyrir neinum óþægindum þá þarftu ekki að hafa áhyggjur. Þú gætir fundið meira fyrir aukaverkunum lyfjanna vegna þess að niðurbrot þeirra getur minnkað í líkamanum vegna milliverkunarinnar. Ef þú finnur fyrir óþægindum hafðu þá samband við lækni.

Kveðja,
Jón Pétur Einarsson, lyfjafræðingur