Magaermi

Hvaða skilyrði eru fyrir því að mega fara í magaermi aðgerð ?

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Best er að snúa sér beint á þær stofur sem framkvæma þessar aðgerðir þar sem slíkt mat er einstaklingsbundið. Aðgerðin er yfirleitt fyrir einstaklinga sem eru yfir 40 í BMI eða með alvarleg einkenni ofþyngdar eins og kæfisvefn,sykursýki type II og háan blóðþrýsting. Einstaklingurinn þarf að skuldbinda sig til að fara eftir breyttu matarræði og almennum lífsstílsbreytingum og vera reyklaus.  Eftir hjáveituaðgerðir á Landspítalanum er einstaklingur skuldbundinn til að fara í strangt prógram á Reykjalundi eftir aðgerð en ekki er víst að eftirfylgni sé jafnmikil eftir aðgerðir á einkastofu þar sem magaermisaðgerðir er framkvæmdar.

 

Gangi þér vel

Guðrún Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur