magaverkur

Góðan dag
Er að kljást við niðurgang nánast alla morgna og missi hægiðr (stundum) og ógleði fylgir þessu, og missi matarlyst fæ verk í maga ef ég borða, (stundum) Borða ekki á mig gat ef þér hefur dottið það í hug Takk fyrir

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Þessi einkenni kalla á skoðun hjá lækni.  Risitilkrampar eru algengasta ástæða niðurgangs á morgnana og er talið að stress, breyttur lífstíll eða matarræði valdi krömpunum. Eins geta bólgusjúkdómar í ristli eða sýkingar valdið krömpum.

Gangi þér vel.

Guðrún Ólafsdóttir

Hjúkrunarfræðingur