Magavìrus

Hef verið með blùssandi niðurgang nùna ì 6 daga. Er hættur að vera með hita en fyrstu 3 dagana var ég með hàtt ì 39°C. Þessu fylgdi beinverkir og slappleiki. Er nùna bùinn með þetta allt nema það að magaòþægindin og niðurgangur er enn til staðar. Hvað stendur þetta yfirleitt lengi yfir ef þetta er týpìskur magavìrus? Finnst þetta farið að dragast heldur betur à langinn og ekki àbætandi við það dumping syndrome sem ég er með fyrir.

 

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Vænti þess að einkenni séu gengin yfir. Þú gætir hafa smitast af Nóro veiru (sjá hér). Ef einkenni eru enn til staðar þarfu að fara á heilsugæsluna þar sem sýni er tekið til að útiloka bakteríusýkingu.  Venjuleg eru magakveisur vírussýkingar þar sem einkenni ganga yfir á 1-5 dögum.

Kveðja,

Guðrún Ólafsdóttir,

hjúkrunarfræðingur.