Mataræði fyrir blóðflokkana

Spurning:

Sæl.

Getið þið sagt mér eitthvað um matarræði fyrir blóðflokkana er þetta sniðugt eða er þetta enn ein blekkingin? Nú er þetta ekki bein megrun heldur á manni að líða miklu betur. Er þetta þess virði að prófa?

Svar:

Sæl.

Við hjá Samtökum sykursjúkra höfum ekki kynnt okkur þetta sérstaklega, en ég myndi mæla með því að fólk fengi sér viðtal hjá næringarráðgjafanum á göngudeild Sykursjúkra á Landspítala Hringbraut áður en það prófar svona hluti. Hann ætti að geta ráðlagt fólki með tilliti til sykurstjórnunar og almenns líkamsástands hvers og eins. Staðreyndin er nefnilega sú að það sem getur gert einum gott getur hugsanlega verið slæmt fyrir einhvern annan.

Fríða Bragadóttir,
varaformaður Samtaka sykursjúkra.