Meðganga og þorramatur

Spurning:

Sæl Dagný.

Ég er ófrísk, komin 17 vikur á leið og langaði til að spyrja þig um mataræði. Nú hefur maður heyrt að ekki eigi að borða lítið matreiddan mat, t.d. reyktan lax, graflax og illa steikt kjöt, svo því var ég að velta þorramatnum fyrir mér – er óhætt að borða þorramat á meðgöngu?

Svar:

Sæl.

Það er rétt hjá þér að ekki er æskilegt að borða ósoðinn mat á meðgöngu. Þorramatur er þó yfirleitt soðinn en síðan lagður í súr svo hann er ekki hrár. En hann fer oft illa í konur því hann er svo feitur og mikið unninn. Farðu þér því hægt í hann og kauptu hann einungis frá viðurkenndum matvinnslufyrirtækjum.

Kveðja,
Dagný Zoega, ljósmóðir