Mér líður eins og ég sé tvær persónur

Sæl nú er ég í svolitlum vanda stödd og veit ekkert hvað skal gera, því leita ég hér til ykkar í von um svör.
Það kemur fyrir hjá mér tímabil þar sem mér líður eins og ég sé tvær manneskjur og er meira að horfa á sjálfan mig gera hlutina í stað þess að vita að þetta sé ég. Þá tala ég alltaf um sjálfan mig sem ég og nafn mitt eða tvær persónur og sé ekkert athugavert við það, vegna þess að fyrir mér er ég ein persóna en á sama tímabili líður mér eins og það sé eitthver annar að tala og gera hlutina fyrir mig. (ef þið skiljið mig)

Dæmi : Það er verið að spyrja mig spurningu og í staðinn fyrir að segja mér finnst þetta vera… þá er ég að segja, Siggu finnst þetta vera… eða að ég segi þá okkur Siggu finnst þetta vera… þó svo að ég sé bara að tala um mig eina.

Ég tek svo sem ekkert mikið eftir þessu sjálf heldur eru vinir mínir oft að benda mér á þetta eða móðir mín að gera grín af þessu. Svo man ég ekkert eftir því að hafa verið að gera þetta eða heyri það ekkert endilega sjálf og finnst þetta bara vera eðlilegt. En málið er að þetta eru bara tímabil og á því tímabili er ég mjög „Social“ og „active“ finn upp á allskonar hlutum eins og að skrifa heila bók (40bls) á 2 dögum, sef lítið samt ekkert þreytt og með endalausa orku og að hugsa til framtíðarinnar. En svo þegar þetta tímabil klárast þá líður mér mjög illa sé engan tilgang að lífinu og hugsa aðallega um að enda líf mitt, og verð alltaf bara mjög orkulaus og vil helst bara vera ein inn í herbergi alltaf.
Þetta hamlar alveg vel líf mitt og ég veit ekkert hvað þetta gæti verið, því spyr ég er eitthver möguleiki að þú lesandi, vitir eitthvað hvað gæti verið að? ef ekki máttu endilega benda mér á eitthvað annað úrræði
bestu kveðjur.

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina,

Til að byrja með myndi ég ráðleggja þér að ræða þessi einkenni  við heimilislækninn þinn sem gæti þá vísað þér á réttan fagaðila.

með kveðju,

Berglind Ómarsdóttir

Hjúkrunarfræðingur