mikill svefn er þetta þunglyndi

84 ára kvíðasjúklingur, tekur serozat, svefntöflu og kvíðastillandi
sefur vel, en á erfitt með að vakna, kemst eiginlega ekki fram fyrir en síðdegis. Kvartar undan svima, höfuðverk og magaverk.
getur þetta verið þunglyndi
lenti í fótbroti fyrir 3 árum (getur ekki gengið nema með göngugrind) þurfti að flytja, missti góða vinkonu

Sæl (sæll) og takk fyrir fyrirspurnina.

Það er hugsanlegt að um aukið þunglyndi sé að ræða, hún er á þunglyndislyfinu Seroxat svo trúlega er hún með þá greiningu.

Mér finnst þó fremur að þurfi að athuga hvort  lyfin verki svona á hana, því hún er að taka þunglyndis, kvíða og svefnlyf. Það er hugsanlegt að um aukaverkun sé að ræða eða milliverkanir lyfjanna.

Ég myndi því ráðleggja heimsókn til heimilislæknis þar sem hann fer vel yfir lyfin mtt þessarar lýsingar.

Gangi ykkur vel,

Svanbjörg Pálsdóttir

Hjúkrunarfræðingur