Mikill sviti

Góðan dag
Mig langar að vita hvort það sé eitthvað sem hægt er að gera við mikilli svitamyndun. Mér finnst ég svitna óeðlilega mikið, aðallega í andliti, hálsi og baki. Þetta gerist mjög oft yfir daginn og það rennur niður andlitið þarf ekki mikla áreynslu eða neitt. Ég er búin að vera svona í mörg ár en finnst þetta versna og þetta er verulega þreytandi.Þetta eru samt ekki svona hitakóf ( breytingaskeiðs)

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Ég vísa hér í nýlegt svar við svipaðri fyrirspurn:

Það er mikilvægt fyrir þig eins og alla aðra, að hreyfa sig reglulega. Það gæti hjálpað til með svitann. Einnig er mikilvægt fyrir þig að drekka vel af vatni.

Hér getur þú lesið þér til um svita á síðunni okkar doktor.is, einnig er gömul fyrirspurn sem við fengum um svipað mál hér. Einnig getur þú lesið þér til um svita á Vísindavefnum hér.

Annars mæli ég með að þú ræðir við þinn heimilislækni um þetta vandamál ef þetta heldur áfram.

Gangi þér vel,

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur