Minkandi sáðlát

Ég er 65 ára og stunda kynlíf 2-4 í viku og skyndilega minkar sæðið í nánast ekkert. En það hefur engin áhrif á fullnægingu og gott kynlíf.
Er þetta eðlilegt ?

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina.

 

Á hverjum degi myndast um það bil 300 milljónir sáðfrumna. Við sáðlát losna um 2,5 til 5 millilítrar af sæði en hver millilítri inniheldur 50-150 milljón sáðfrumur.

Í kringum 55 ára aldur minnkar myndun testósteróns og í kjölfarið dvínar vöðvastyrkur, færri lífvænlegar sáðfrumur eru myndaðar og það dregur úr kynhvöt, en þó getur verið nóg af sáðfrumum fram í háa elli og nóg af sáðvökva.

Þar sem að þú líklega ert ekki í barnahugleiðingum finnst mér líklegt að þetta sé ekkert til að hafa áhyggjur af, en endilega leitaðu til þíns heimilislæknis ef þú vilt athuga þetta frekar.

Gangi þér vel,

Með kveðju,

Bylgja Dís Birkisdóttir

Hjúkrunarfræðingur