Hvar er hægt að fá upplýsingar um bólusetningar á fyrri árum.
Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina
Upplýsingar um bólusetningar á fyrri árum finnur þú á þinni heilsugæslustöð, í þinni sjúkraskrá. Hafðu samband við þína heilsugæslustöð og sjáðu hvort að einhver þar getur flett þessu upp fyrir þig, þarft örugglega að tala við heimilislækninn þinn. Getur líka prufað að fara inn á Heilsuveru.is og innskrá þig með rafrænum skilríkjum, ferð síðan í samskipti og sendir þeim fyrirspurn þar.
Gangi þér vel
Thelma Kristjánsdóttir, hjúkrunarfræðingur