Mótefni gegn mislingum?

Ég er 66 ára gömul og það var ekki bólusett gegn mislingum þegar ég var barn. En ég mun hafa fengið mislinga mánaðargömul.
Getur verið að ég sé ekki með mótefni síðan?

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Líkaminn framleiðir og myndar mótefni gagnvart mislingum, fái maður sjúkdóminn, og fær maður hann því aðeins einu sinni yfir ævina. En þó er það með mislinga eins og t.d hlaupabólu, að fái maður sjúkdóminn sem kornabarn, þá er ónæmiskerfið ekki orðið nægilega þroskað til að mynda sín eigin móefni, og er sá möguleiki því til staðar að viðkomandi geti fengið sjúkdóminn aftur.

Þeir sem eru fæddir fyrir 1970 hafa líklegast fengið mislinga  svo þú ættir ekki að þurfa bólusetningu.

Ég hvet þig til að hafa samband við þína heilsugæslu  hafir þú áhyggjur eftir sem áður.

Gangi þér vel,

Lára Kristín, Hjúkrunarfræðingur