Næringarráðgjöf

Fyrirspurn:

Góðan dag,

Ég hef verið of þung síðan ég man eftir mér og langar að grennast. Ég hef oft tekið mig á í mataræði og hreyfingu og næ að léttast um svona 10 til 15 kg í hvert skipti en er fljót að bæta þeim á mig aftur. Í dag er ég komin í BMI 39 og langar mikið að laga þetta í eitt skipti fyrir öll, ég er dugleg að fara í ræktina og finnst það gaman en það er mataræðið sem er alveg í rugli hjá mér. Mig langar að fá næringarráðgjöf hvert á ég að leita ? Ég vil ekki bara fá einhvern lista sem ég á að fara eftir, ég þarf að fá stuðning og eftirfylgni.

Með fyrirfram þökk.

Aldur:
28

Kyn:
Kvenmaður

Svar:

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina,

Það er án efa hægt að fá næringarráðgjöf, hvatningu og eftirfylgni.
Oft bjóða líkamsræktarstöðvarnar uppá slíka þjónustu ( t.d. World Class og læt ég tengil inná þá síðu fylgja hér og einnig býður Hreyfing uppá slíkt hið sama, sjá hér), hjúkrunarfræðingar á heilsugæslustöðvum hafa einnig sinnt þessu (tengill hér) og síðan eru það næringarráðgjarfar sem starfa sjálfstætt sem veita slíka þjónustu. Þú finnur nokkra slíka ef þú ferð inná  já.is.

Vonandi kemur þetta að notum og gangi þér vel í baráttunni!

Unnur Jónsdóttir,
Hjfr. og ritstjóri Doktor.is