Nefbrot

Finnum við ekki fyrir óþægindum í nefinu ef það er brotið ?

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Helstu einkenni nefbrots eru:

  • Blóðnasir
  • Verkir eða eymsli, sérstaklega ef komið er við nefið
  • Bólga í kringum ákveðið svæði á nefinu (kringum brotið)
  • Nefið aflagað
  • Mar í kringum augu og nef
  • Erfiðleikar með að anda með nefinu
  • Líður eins og þú sért með stíflu í annarri hvorri eða báðum nösum

Þú ættir að leita til læknis ef:

Þú átt erfitt með öndun, fékkst höfuðáverka og fékkst höfuðverk, uppköst, verk í háls/hnakka eða meðvitundarleysi, ef að blóðnasir stöðvast ekki, nefið þitt hefur aflagast og ef það lekur tær vökvi úr nefinu.

Gangi þér vel,

Sigrún Eva Sigurjónsdóttir, hjúkrunarfræðingur