Neyðarpillan

Virkar neyðarpillan fyrir konur sem eru í yfirþyngd?

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Ég fletti upp einu af neyðarpillu-lyfjunum, eitt sem heitir Postinor og hjá sérlyfjaskrá kemur þetta upp í fylgiseðlinum:

„Allar konur skulu nota neyðargetnaðarvörn eins fljótt og hægt er eftir óvarðar samfarir. Einhverjar vísbendingar eru um að verkun Postinor kunni að skerðast með aukinni þyngd eða hærri líkamsþyngdarstuðli en þessar upplýsingar eru takmarkaðar og ófullnægjandi. Þar af leiðandi er enn mælt með Postinor fyrir allar konur, óháð þyngd þeirra eða líkamsþyngdarstuðli.“

Hér getur þú lesið þér til um þetta lyf: https://www.serlyfjaskra.is/FileRepos/19a41505-0cf7-e911-80f7-00155d15460a/Postinor_t%c3%b6flur-Fylgise%c3%b0ill.pdf

 

Gangi þér vel

Sigrún Sigurjónsdóttir, hjúkrunarfræðingur