Notkun sýklalyfja á meðgöngu?

Spurning:
Góðan dag.
Ég er 31 árs kona og mig langar að heyra frá sérfræðingi varðandi sýklalyf við þvagfærasýkingu á meðgöngu.  Ég hef átt til að fá endurtekna blöðrubólgu vegna vanstarfsemi þvagblöðrunnar. Hefur tíð notkun sýklalyfja skaðleg áhrif á fóstrið?

Með fyrirfram þökk

Svar:
Ágæti fyrirspyrjandi
Þvagfærasýkingar á meðgöngu eru mjög algengar og því reglulega skimað eftir því í meðgöngueftirliti. Talið era ð allt að 7% kvenna hafi það sem kallað er einkennalausar þvagfærasýkingar, þ.e. bakteríur nái ákveðnu magni án þess konan
verði vör við það. Þær geti síðan skyndilega blossað upp í alvarlega sýkingu ef ekkert er að gert. Þess vegna er betra að grípa inn í og meðhöndla sýkingar heldur en láta þær óáreittar og e.t.v. verða veik vegna þeirra.
Meðferðin sem slík er valin þannig að  hún sé skaðlaus bæði móður og barni og því ættir þú ekki að þurfa að hafa áhyggjur. vegna meðferðarinnar.

Gangi þér vel
Arnar Hauksson dr med.