Óþægindi í eista

Spurning:

24 ára – Karl

Ég hef fundið fyrir smá óþægindum í öðru eistanu síðastliðnar vikur og þegar ég fór að þreyfa og athuga þetta þá tók ég eftir því að leiðslan eða hvað á nú að kalla þetta upp frá eistanu virðist vera bólgin og eins og það sé smá hnútur á henni eða eitthvað.
Hvað getur þetta verið?
Ég er að fara í segulómun einhverntíma á næstunni útaf bakinu á mér. Get ég beðið þá um að kíkja á þetta í leiðinni?

Svar:

Sæll!
 
Réttast er að láta lækni og þá sérstaklega þvagfæraskurðlækni meta þetta, en líklegast er um að ræða góðkynja fyrirbæri, sennilegast blöðru við eistalyppu eða nærri henni, stundum bólgur. Mikilvægast er að láta útiloka æxlisvöxt. Það er unnt að gera ómskoðun af eistum og líffærum í pung, en þá þarf læknir að senda beiðni þar um áður en þú átt að mæta í segulómun, sem er allt annars konar rannsókn.
 
Bestu kv.,
 
Valur Þór Marteinsson