Of þröng forhúð

Spurning:

Forhúðin á mér er of þröng – er skurðaðgerð eina bótin við því? Ég er nítján ára strákur með of þrönga forhúð. Á ég einskis annars úrkosti en að láta umskera mig?

Svar:

Lækningin fer eftir eðli forhúðarþrengingarinnar. Heimilislæknirinn þinn getur vísað þér til skurðlæknis sem skoðar þig og metur hvort hægt sé að gera smá forhúðarskurðaðgerð sem myndi leysa vanda þinn.

Kveðja,
Erla Sveinsdóttir, læknir