Ófrísk og var að greinast með Streptókokka

Spurning:
Góðan daginn.
Ég er ófrísk og er nýlega búin að greinast með Streptókokka (keðjukokkar) eftir að tekið var þvagsýni. Ég er búin að fá sýklalyf en það sem mig langaði að spyrja um er hvaða áhrif þetta hefur á barnið? Verður sýkinging farin áður en barnið á að fæðast? Má stunda kynlíf þó sýking sé til staðar?
Takk fyrir.

Svar:
Sé búið að meðhöndla þig með sýklalyfjum ætti sýkingin ekki að hafa nein áhrif á barnið. Líklega verður þó tekin önnur prufa þegar líður að lokum meðgöngu til að sjá hvort þú hafir aftur fengið sýkilinn í þig. Varðandi kynlífið þá ætti það að vera í lagi svo framarlega sem góðs hreinlætis er gætt.

Kveðja,

Dagný Zoega, ljósmóðir