Ofsakláði

Er til eitthvað sem heitir sæðisofnæmi?
EG fékk mikinn húðkláða eftir samræði. Um allan likaman

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina.

Þar sem ekki kemur fram hvort þú sért karl eða kona þá verður svarið mitt tvíþætt.

Sértu karlmaður og upplifir þennan kláða eftir kynlíf þá er það frekar eitthvað í líkamsvessa þess sem þú stundaðir kynlífið með, því við erum ekki með ofnæmi fyrir eigin vessum.

En sértu kona og sendir inn þess fyrirspurn þá getur alveg verið að það sé eitthvað í vessum þess sem þú stundaðir kynlíf með sem þú þolir ekki. Einkenni sæðisofnæmis eru oftast staðbundin við skapabarma og/eða leggöng og líkjast einkennum sveppasýkingar (kláði, bruna tilfinning og sviði). Þau koma oftast fram fimm til þrjátíu mínútum eftir samfarir með sáðláti.

Eina ráðið við því er að nota smokk og sumir hafa brugðið á það ráð að taka eina ofnæmistöflu fyrir kynlíf.

Virki hvorugt ráðið ráðlegg ég þér að leita heimilis- og eða ofnæmislæknis.

með kveðju,

Lára Kristín Jónsdóttir

Hjúkrunarfræðingur.