Spurning:
Sæl
Ég er komin 5 vikur á leið og mig langar að vita hvort það er eðlilegt að fá magaverk (neðarlega) eftir samfarir, lagast fljótlega aftur. Kveðja
Svar:
Það getur verið alveg eðlilegt að fá svona túrverkjaseiðing eftir samfarir vegna þess að legið dregur sig saman við fullnægingu og þegar það er að stækka koma oft svona túrverkir við samdrættina.
Kveðja,
Dagný Zoega, ljósmóðir