Ónæmiskerfi.

Góðan dag. Hef lengi ætlað að koma eftirfarandi á blað til að sjá hvort einhver hefur rannsakað þetta.
Hefur verið skoðað markvisst hvort alvarlegar “sýkingar “ í þessu tilfelli salmonella S.Enteritidis sem einstaklingur fær ungur, og samkvæmt rannsóknum á saur svaraði jákvætt í 4 mánuði , veikti ónæmiskerfið um ókomin ár?
Vísa til sýkingar á LSH. 1996

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

Ónæmiskerfið okkar er ákaflega flókið fyrirbæri og einstaklingsbundið. Umhverfisáhrif, erfðir og lífstíll skipta þar afar miklu máli.

Það hefur verið sýnt fram á að alvarleg áföll, andleg sem og líkamleg hafi áhrif á ónæmiskerfið en hversu lengi og hversu mikið er ákaflega einstaklingsbundið.

Erfitt getur reynst að benda á einn tiltekinn atburð sem orsök og stundum er hægt að leiða líkum að því að röð atvika eða áfalla sem eru misalvarleg geti smám saman haft neikvæð áhrif á varnir líkamans og getu hans til þess að verja sig. Hve lengi viðkomandi situr uppi með afleiðingarnar og hve miklar þær eru er eins og áður segir einstaklingsbundið og meðal annars háð erfðum, umhverfisþáttum og lífsstíl.

Vona að þetta komi þér að gagni

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur